MOCA – Listasafn í eyðimörkinni

Í bókinni Rót er fjallað um þetta merkilega samtímalistasafn vel utan alfaravegar. Listasafnið stendur á vesturbökkum Gulár í sjálfstjórnarhéraðinu Ningxia.

Hér er safn ljósmynda sem ekki voru notaðar í bókinni en gefa tilfinningu fyrir andrúmsloftinu í óvenjulegu en glæsilegu samtímalistasafni, þar sem gömul málverk og landakort hafa einnig ratað í sýningarsali. Ekki þarf að kvarta yfir mannmergð á MOCA – Museum of Contemporary Art í Yinchuan.

Copyright Observant Press © 2022