
Rót er skrifuð fyrir þig
Rót er létt og bráðfróðleg bók um ævintýralega nútímavæðingu og uppnám í landi sem mun hafa áhrif á Ísland og Íslendinga fram á veginn.

Um höfundinn
Lína Guðlaug Atladóttir er viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur frá Háskóla Íslands og Fudan háskóla í Shanghai.

Hvers vegna bók um Kína?
Við þurfum að vita meira um land sem stefnir að því innan örfárra ára að verða stærsta efnahagsveldi heims.
-
Ritun bókarinnar tók nær áratug. Mikil vinna var lögð í allan undirbúning, bæði rannsóknarvinnu og almenna heimildaöflun. Þess var vandlega gætt að bókin væri rituð án utanaðkomandi áhrifa og væri sjálfstæð að öllu leyti.
-
Instagram er samfélagsmiðill Rótar. Ef þú vilt fylgjast með því nýjasta frá okkur hverju sinni mælum við með því að þú sláist í hópinn. Upplýsingar sem við birtum á Instagram birtast sjálfkrafa á Facebook síðu Rótar.
-
Framleiðsla bókarinnar Rót er kolefnisjöfnuð að fullu. Við tókum þá ákvörðun að bókin myndi hafa eins lítil áhrif á umhverfið og hægt væri.
-
Lína var gestur í hlaðvarpi Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós, sem fór í loftið 20. desember 2022
-
Lína var í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi sunnudaginn 18. desember 2022.
-
Viðtal við Línu í helgarblaði Fréttablaðsins 3. – 4. desember og í vefútgáfu 5. desember 2022. Í viðtalinu fer hún yfir kynni sín af Kína og hvernig bókin Rót varð til.
-
Lína var í fréttum Sjónvarpsins og í Kastljósi mánudaginn 28. nóvember 2022 til að ræða um óróann í Kína að undanförnu.
-
Bókin Rót skiptist í 12 áhugaverða kafla með fjölda ljósmynda og myndskreytinga. Hér getur þú kíkt á nokkrar opnur.
