Rauð ástríða við rætur Helanfjalla

Í Ningxia eru kjöraðstæður að mörgu leyti fyrir framleiðslu á rauðvíni á heimsmælikvarða. Verulegar áskoranir vegna mikils vetrarkulda stöðva ekki stórhuga einstaklinga við að veita Bordeaux samkeppni - að kínverskum hætti.

Myndirnar voru teknar fyrir Rót en ekki notaðar. Í bókinni er fjallað m.a. um þetta áhugaverða vínræktarsvæði sem er talið það besta í Kína, þar sem konur eru oft í forustu og Vesturlandabúar stundum ráðnir sem ráðgjafar við framleiðsluna og starfsfólkið er oft af múslimskum uppruna.

Copyright Observant Press © 2022

Deilið með því að smella hér fyrir neðan: