Lína Guðlaug Atladóttir er viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur frá Háskóla Íslands og Fudan háskóla í Shanghai. Starfsferill hennar spannar margvísleg stjórnunarstörf að mestu á sviði kynningar- og markaðsmála. Lína var í tæpan áratug markaðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins og áður forvera þess Félagi íslenskra iðnrekenda. Hún hefur unnið sjálfstætt undanfarin ár bæði á Íslandi og erlendis og tekið að sér ýmiss konar verkefni meðal annars á sviði menningar og hönnunar. Þetta er fyrsta bók hennar.

Undir hnappnum „Nýtt og fróðlegt“ hér á vefnum er að finna viðtöl við Línu í fjölmiðlum.