Rót er bókin um Kína, skrifuð fyrir Íslendinga. Rót fjallar á léttan og bráðfróðlegan hátt um ævintýralega nútímavæðingu, óróleika og uppnám sem hraður uppgangur Kína síðustu áratugi hefur valdið. Bókin veitir innsýn í áhrifaþætti í sögu Kína, viðskipti, menningu og fjölskrúðugt mannlíf.