Nánar um bókina RÓT
Rót er bókin um Kína, skrifuð fyrir Íslendinga. Rót fjallar á léttan og bráðfróðlegan hátt um ævintýralega nútímavæðingu, óróleika og uppnám sem hraður uppgangur Kína síðustu áratugi hefur valdið. Bókin veitir innsýn í áhrifaþætti í sögu Kína, viðskipti, menningu og fjölskrúðugt mannlíf.
Rót varpar ljósi á hugsunarhátt þjóðar sem ætlar sér að verða stærsta efnahagsveldi heims – og það skiptir Íslendinga máli. Bókin segir umbúðalaust frá þessu merkilega landi sem allir þurfa að gefa gaum.
Rót – Allt sem þú þarft að vita um Kína og meira til, er fyrir alla Íslendinga