Framleiðsla bókarinnar á Ítalíu þar með talinn flutningur aðfanga, prentun og önnur vinnsla prentsmiðjunnar allt að afhendingu við verksmiðjudyr er kolefnisjöfnuð í samvinnu Printer Trento og Observant Press með þátttöku í verkefninu:
1087 – Carbon offset + Ocean protection á vegum ClimatePartner (climatepartner.com).
Flutningur frá Trento til Íslands er kolefnisjafnaður með plöntun á Fjallaþin og Hvítþin á Norð-Austurlandi, auk þess sem bein dreifing í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og til dreifingaraðila er með rafbíl og tengiltvinnbíl.
Bókin er prentuð á FSC vottaðan pappír (Forest Stewardship Council) www.fsc.org
Upplýsingar um verkefnið í samvinnu Observant Press og PrinterTrento má sjá hér:
Um aðra þætti bókarinnar
Lykilatriðið var að bókin væri óháð, sanngjörn og fagleg í allri nálgun.
Framleiðsla og frágangur
Rót var prentuð í borginni Trento í fjallahéraði á Norður-Ítalíu hjá PrinterTrento. Trento er umvafið Dólómítunum í héraðinu Trentino – Alto Adige sem er sjálfsstjórnarhérað á Ítalíu en hefur í gegnum tíðina einnig verið hluti af Austuríska-keisaradæminu.
Kápuhönnun og myndskreytingar sá David Wardle um í Hitchin í Hertfordshire í Englandi. Sjá einnig umfjöllun hans um verkefnið.
Umbrot bókarinnar var í höndum Gunnars Bjarna Guðmundssonar hjá Pixel, en vinnan átti sér stað á Ísafirði. Pixel sá um einnig myndvinnslu og undirbúning á Íslandi.
Prentvinnsla erlendis var í höndum Marinu Asenjo hjá Booklabs.
Mjög alþjóðlegur blær var á öllu verkefninu – og nutum við m.a. leiðsagnar Segrave Foulkes Publishers sem eru virtir útgefendur í Bretlandi, í upphafi framleiðsluferils bókarinnar.