Smelltu á viðtalið til að stækka
Hér að neðan eru styttri útgáfur viðtalsins á mbl.is:
Ótrúlega heillandi heimur
„Umfjöllun um Kína er oft og tíðum einsleit og flöt og markmiðið með þessari bók er að aftengja svolítið kommúnistaflokkinn og pólitíkina og kynna lesendur fyrir þjóðinni sem slíkri, það er alþýðu manna. Segja má að þetta sé Kína í þrívídd.“
Kínverjar líkari okkur en Bretar
„Öfugt við það sem margir halda eru Kínverjar á margan hátt ótrúlega líkir okkur Íslendingum og til dæmis mun líkari okkur en Bretar, sem eru miklu kassalagaðri,“ segir Lína Guðlaug Atladóttir brosandi en hún var að senda frá sér bókina Rót – Allt sem þú þarft að vita um Kína og meira til.